Um Tengiliði á Ovi
Með Tengiliðum á Ovi geturðu tengst fólki sem skiptir þig
miklu máli. Leitaðu að tengiliðum og uppgötvaðu vini í Ovi-
samfélaginu. Vertu í sambandi við vini þína – spjallaðu, deildu
staðsetningu þinni og viðveru og fylgstu auðveldlega með því
hvað vinir þínir eru að bralla og hvar þeir eru staddir. Þú getur
jafnvel spjallað við vini sem nota Google Talk™. Samstilltu
tengiliði, dagbók og annað efni á milli Nokia tækisins og
Ovi.com. Mikilvægar upplýsingar eru geymdar og þær
uppfærðar reglulega í tækinu og á vefnum. Með Tengiliðum
á Ovi geturðu lífgað upp á tengiliðalistann og treyst því að
tengiliðir verða geymdir á ovi.com.
Þú verður að vera með Nokia reikning til að nota þjónustuna.
Búðu til reikning í farsímanum eða farðu á www.ovi.com í
tölvunni.
Dagbók og tengiliðir
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
43