Nokia 6760 slide - Um hugbúnaðaruppfærslur

background image

Um hugbúnaðaruppfærslur

Hugbúnaðaruppfærslur geta innihaldið nýjar aðgerðir og

betri virkni sem ekki var til staðar þegar tækið var keypt.

Uppfærsla á hugbúnaði getur einnig bætt afköst tækisins.
Til að fá tilkynningar þegar nýr hugbúnaður er í boði fyrir

tækið skaltu skrá þig á My Nokia og gerast áskrifandi að

tilkynningum fyrir textaskilaboð eða tölvupóst. Frekari

upplýsingar er að finna á www.nokia.com/mynokia.

Viðvörun: Ekki er hægt að nota tækið meðan á

hugbúnaðaruppfærslu stendur, jafnvel ekki til að hringja

neyðarsímtöl. Aðeins er hægt að nota það að uppfærslunni

lokinni og þegar það hefur verið endurræst. Taka skal

öryggisafrit af gögnum áður en uppfærsla er samþykkt.
Það að hlaða hugbúnaðaruppfærslum getur falið í sér stórar

gagnasendingar (sérþjónusta).
Gættu að því að rafhlaða tækisins hafi næga hleðslu eða

tengdu hleðslutækið áður en uppfærslan er ræst.
Þegar þú hefur uppfært hugbúnað eða forrit tækisins er ekki

víst að leiðbeiningarnar um uppfærðu forritin í

notendahandbókinni eða í hjálpartextanum eigi lengur við.