Nokia 6760 slide - Pörun tækja

background image

Pörun tækja

Veldu >

Verkfæri

>

Tenging

>

Bluetooth

.

Internet og tengingar

© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.

39

background image

Opnaðu flipann pöruð tæki.
Fyrir pörun skaltu ákveða þitt eigið lykilorð (1-16 tölustafir)

og biðja notanda hins tækisins um að nota sama lykilorð.

Tæki sem ekki hafa notendaviðmót eru með fast lykilorð.

Aðeins þarf að slá inn lykilorðið þegar tækin eru tengd í fyrsta

skipti. Hægt er að heimila tenginguna að pöruninni lokinni.

Með því að para saman tæki og heimila tenginguna verður

fljótlegra að koma á tengingu þar sem ekki þarf að samþykkja

tenginguna á milli paraðra tækja í hvert skipti sem henni er

komið á.
Lykilorð fyrir ytri SIM-aðgang verður að vera 16 tölustafir.
Þegar ytri SIM-stilling er virk í þráðlausa tækinu er aðeins

hægt að hringja og svara símtölum með samhæfum

aukabúnaði sem er tengdur við það (t.d. bílbúnaði).
Ekki er hægt að hringja úr þráðlausa tækinu þegar stillingin

er virk, nema í neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
Eigi að hringja úr tækinu þarf fyrst að slökkva á ytri SIM-

stillingu. Ef tækinu hefur verið læst skal fyrst slá inn

lykilnúmerið til að opna það.
1. Veldu

Valkostir

>

Nýtt parað tæki

. Tækið byrjar þá að

leita að Bluetooth-tækjum á svæðinu. Ef gögn hafa áður

verið send um Bluetooth-tengingu birtist listi með fyrri

leitarniðurstöðum. Leitað er að fleiri Bluetooth-tækjum

innan svæðisins með því að velja

Fleiri tæki

.

2. Veldu tækið sem para á tækið þitt við og sláðu inn

lykilorðið. Slá verður inn sama lykilorð í hitt tækið.

3. Veldu

til að koma alltaf sjálfkrafa á tengingu milli

tækisins þíns og annars tækis, og

Nei

til ef þú vilt

staðfesta tenginguna í hvert skipti sem tækin reyna að

tengjast. Eftir pörunina er tækið vistað á síðu paraðra

tækja.

Til að gefa paraða tækinu gælunafn velurðu

Valkostir

>

Gefa stuttnefni

. Gælunafnið birtist eingöngu í þínu tæki.

Pörun er eytt með því að velja hana og svo

Valkostir

>

Eyða

. Til að eyða öllum pörunum velurðu

Valkostir

>

Eyða

öllum

. Ef tækið er tengt við annað tæki og pöruninni við það

er eytt, er pörunin fjarlægð strax og tengingunni er slitið.
Til að leyfa pöruðu tæki að tengjast sjálfkrafa við þitt tæki

velurðu

Stilla sem heimilað

. Hægt er að koma á tengingu á

milli tækisins þíns og hins tækisins án vitneskju þinnar. Ekki

þarf að samþykkja eða heimila tenginguna sérstaklega.

Notaðu þessa stöðu eingöngu fyrir eigin tæki, líkt og samhæf

höfuðtól eða tölvu, eða tæki þeirra sem þú þekkir og treystir.

Ef þú vilt samþykkja tengingarbeiðni frá hinu tækinu í hvert

skipti velurðu

Stilla sem óheimilað

.

Til að nota Bluetooth-hljóðaukabúnað, t.d. handfrjálsan

Bluetooth-búnað eða höfuðtól, þarf að para tækið við

aukabúnaðinn. Lykilorðið og aðrar leiðbeiningar eru í

notendahandbók aukabúnaðarins. Kveiktu á

hljóðaukabúnaðinum til að tengjast við hann. Ákveðnar

gerðir hljóðaukabúnaðar tengjast sjálfkrafa við tækið. Ef það

gerist ekki skaltu opna flipann fyrir pöruð tæki, velja

aukabúnaðinn og

Valkostir

>

Tengjast við hljóðtæki

.