Nokia 6760 slide - Sending og móttaka gagna með Bluetooth

background image

Sending og móttaka gagna með Bluetooth

Veldu >

Verkfæri

>

Tenging

>

Bluetooth

.

1. Þegar kveikt er á Bluetooth í fyrsta skipti ertu beðin/n um

að gefa tækinu nafn. Gefðu tækinu þínu auðþekkjanlegt

nafn svo auðveldara verði að bera kennsl á það þegar

mörg Bluetooth-tæki eru í nágrenninu.

2. Veldu

Bluetooth

>

Kveikt

.

3. Veldu

Sýnileiki síma míns

>

Sýnilegur öllum

eða

Tilgreina tímabil

. Ef þú velur

Tilgreina tímabil

þarftu

að tilgreina þann tíma sem tækið þitt er sýnilegt öðrum.

Notendur annarra Bluetooth-tækja geta nú séð tækið og

nafnið sem var slegið inn.

4. Opnaðu forritið sem geymir hlutinn sem þú vilt senda.
5. Veldu hlutinn og síðan

Valkostir

>

Senda

>

Með

Bluetooth

. Tækið leitar að Bluetooth-tækjum innan

svæðisins og birtir þau í lista.

Ábending: Ef gögn hafa áður verið send um

Bluetooth-tengingu birtist listi með fyrri

leitarniðurstöðum. Til að leita að fleiri Bluetooth-

tækjum velurðu

Fleiri tæki

.

6. Veldu tækið sem þú vilt tengjast við. Ef hitt tækið fer fram

á pörun áður en hægt er að flytja gögn er beðið um

aðgangskóða.

Þegar tengingu hefur verið komið á birtist textinn

Sendi

gögn

.

Mappan Sent í forritinu Skilaboð vistar ekki skilaboð sem hafa

verið send um Bluetooth.
Til að sækja gögn um Bluetooth-tengingu velurðu

Bluetooth

>

Kveikt

og

Sýnileiki síma míns

>

Sýnilegur

öllum

til að sækja gögn frá ópöruðu tæki eða

Falinn

til að

sækja eingöngu gögn frá pöruðu tæki. Þegar gögn berast um

Bluetooth heyrist tónn og spurt er hvort taka eigi á móti

skilaboðunum sem innihalda gögnin, allt eftir stillingum á

sniðinu sem er virkt. Ef þú samþykkir eru skilaboðin sett í

innhólfsmöppuna í forritinu Skilaboð.

Ábending: Hægt er að nálgast skrárnar í tækinu eða á

minniskortinu með því að nota samhæfan aukahlut

sem styður FTP (til dæmis fartölvu).

Sjálfkrafa er slökkt á Bluetooth-tengingu eftir að gögn hafa

verið send eða móttekin. Aðeins er hægt að hafa tengingar

sem ekki er verið að nota í gangi ef tengingin er við Nokia Ovi

Suite eða aukabúnað, eins og höfuðtól.