Hringt úr tækinu
Til athugunar: Reikningar þjónustuveitunnar fyrir
símtöl og þjónustu kunna að vera breytilegir eftir eiginleikum
símkerfisins, sléttun fjárhæða við gerð reikninga, sköttum og
öðru slíku.
Til að hringja og taka á móti símtölum verður að vera kveikt
á tækinu, gilt SIM-kort verður að vera í því og það verður að
vera staðsett innan þjónustusvæðis farsímakerfisins.
Mikilvægt: Í ótengdu sniði er ekki hægt að hringja,
svara símtölum eða nota aðra valkosti þar sem þörf er á
tengingu við farsímakerfi. Áfram kann að vera hægt að
hringja í það neyðarnúmer sem er forritað í tækið. Eigi að
hringja verður fyrst að virkja símaaðgerðina með því að
skipta um snið. Ef tækinu hefur verið læst skal slá inn
lykilnúmerið.
Hringt úr tækinu
Til að hringja slærðu inn símanúmerið, ásamt svæðisnúmeri,
og ýtir á hringitakkann. Til að ljúka símtali eða hætta við að
hringja ýtirðu á endatakkann.
Ábending: Til að hringja til útlanda skaltu setja inn
plúsmerkið (+) í stað alþjóðlega svæðisnúmersins,
sláðu því næst inn landsnúmerið og svæðisnúmerið
(slepptu 0 í upphafi ef með þarf) og svo símanúmerið.
Símtali svarað
Ýttu á hringitakkann til að svara símhringingu. Símtali er
hafnað með því að ýta á hætta-takkann.
Til að slökkva á hringitóni í stað þess að svara símtali skaltu
velja
Hljóð af
.
Notaðu hljóðstyrkstakkana til að stilla hljóðstyrk símtals í
gangi.
Talhólf
Veldu >
Verkfæri
>