Virkur biðskjár
Þegar þú hefur kveikt á tækinu og það er tengt símkerfi er
tækið í biðstöðu og tilbúið til notkunar.
Til að opna lista yfir þau númer sem síðast var hringt í er ýtt
á hringitakkann. Flettu til vinstri til að opna lista yfir móttekin
og ósvöruð símtöl.
Til að nota raddskipanir eða raddstýrða hringingu skaltu
halda hægri valtakkanum inni.
Skipt er um snið með því að ýta á rofann og velja nýtt snið.
Ýttu á internettakkann til að tengjast netinu.