Nokia 6760 slide - Góð ráð við að koma á GPS-tengingu

background image

Góð ráð við að koma á GPS-tengingu

Athugaðu stöðu gervihnattamerkja

Til að kanna hversu marga gervihnetti tækið hefur fundið, og

hvort það er að taka við upplýsingum frá gervihnöttunum,

velurðu >

Forrit

og

GPS-gögn

>

Staða

>

Valkostir

>

Staða gervitungla

.

Ef tækið hefur fundið gervihnött

birtist stika fyrir hvern þeirra á

upplýsingaskjá gervihnatta. Því

lengri sem stikan er, því meiri er

sendistyrkur gervihnattarins.

Stikan verður blá þegar tækið hefur

fengið nægar upplýsingar frá gervihnattamerkinu til að geta

reiknað út hnit staðsetningar þinnar.
Til að sjá stöðu gervihnattanna velurðu

Breyt. útliti

.

Tækið verður í upphafi að fá merki frá a.m.k. fjórum

gervitunglum til að geta reiknað hnit staðsetningar þinnar.

Þegar frumútreikningur hefur farið fram er mögulegt að

reikna út hnit fyrir staðsetningu sem þú er á með þremur

gervitunglum. Hins vegar er útreikningurinn nákvæmari

þegar fleiri gervitungl finnast.
Ef tækið finnur ekki gervihnattamerki gættu þá að

eftirfarandi atriðum:
● Sértu innanhúss skaltu fara út til að ná betra merki.
● Sértu úti skaltu fara á opnara svæði.
● Gakktu úr skugga um að höndin sé ekki yfir GPS-loftneti

tækisins.

● Slæm veðurskilyrði geta haft áhrif á merkisstyrkinn.
● Sum farartæki eru með skyggðum rúðum og ekki er víst

að gervihnattamerki berist í gegnum þær.