Minniskorti komið fyrir
Minniskort er notað til að auka tiltækt minni í tækinu. Einnig
er hægt að taka afrit af upplýsingunum í tækinu og vista þær
á minniskortinu.
Upplýsingar um samhæfni minniskorta fást hjá framleiðanda
þeirra eða söluaðila.
Samhæft minniskort gæti fylgt með frá söluaðila. Verið getur
að minniskortið hafi þegar verið sett í tækið. Ef ekki skaltu
gera eftirfarandi:
1. Fjarlægðu bakhliðina.
2. Settu minniskortið inn í raufina með snertiflötinn á
undan. Gakktu úr skugga um að snerturnar snúi að
tengjum tækisins.
3. Ýttu kortinu inn þar til það smellur á sinn stað.
4. Settu bakhliðina á.