Varúð við tengingu
Tækið styður nokkrar tengingaraðferðir og, eins og tölvur,
getur það tekið inn veirur og annað skaðlegt efni. Fara skal
með gát við meðhöndlun skilaboða, tengibeiðna, við
vefskoðun og við niðurhal.
Skilaboð
● Ef þú færð send dularfull skilaboð skaltu ekki opna
viðhengin.
Mikilvægt: Fara skal með gát þegar skilaboð eru
opnuð. Skilaboð geta innihaldið skaðlegan hugbúnað eða
skaðað tölvuna eða tækið á einhvern annan hátt.
Bluetooth
● Þegar ekki er verið að nota Bluetooth-tengingu skaltu
velja
Bluetooth
>
Slökkt
eða
Sýnileiki síma míns
>
Falinn
.
● Ekki para tækið við óþekkt tæki eða tæki sem þú treystir
ekki.
Vefskoðun og niðurhal
● Ef reynt hefur verið að komast í eða opnaðar hafa verið
trúnaðarupplýsingar sem krefjast aðgangsorðs skal tæma
skyndiminnið eftir hverja notkun. Upplýsingarnar eða
þjónustan sem farið var í varðveitist í skyndiminninu.
Mikilvægt: Aðeins skal nota þjónustu sem er treyst
og sem veitir nægilegt öryggi og vörn gegn skaðlegum
hugbúnaði.
Tæki og gögn varin
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
55
13. Stillingar
Veldu >
Verkfæri
>