Mail for Exchange
Með Mail for Exchange geturðu fengið vinnupóstinn þinn
sendan í tækið. Þú getur lesið og svarað tölvupóstinum,
skoðað og breytt samhæfum viðhengjum, séð
dagbókaratriðið, móttekið og svarað fundarboðum, tímasett
fundi og skoðað, sett inn og breytt upplýsingum um tengiliði.
Mail for Exchange er einungis hægt að setja upp ef fyrirtæki
þitt er með Microsoft Exchange Server. Auk þess verður
kerfisstjóri fyrirtækisins að virkja Mail for Exchange fyrir
reikninginn þinn.
Áður en hafist er handa við uppsetningu á Mail for Exchange
skaltu tryggja að þú sért með eftirfarandi:
● Auðkenni fyrir fyrirtækistölvupóst
● Notandanafn þitt á fyrirtækisnetinu
● Lykilorð þitt á fyrirtækisnetinu
● Lénsheiti netsins (hafðu samband við tölvudeild
fyrirtækisins)
● Miðlaraheiti þitt fyrir Mail for Exchange (hafðu samband
við tölvudeild fyrirtækisins)
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
27
Þú þarft hugsanlega að færa inn aðrar upplýsingar til viðbótar
þeim sem áður er lýst, allt eftir uppsetningu Mail for
Exchange-miðlara fyrirtækisins. Ef þú veist ekki réttar
upplýsingar skaltu hafa samband við tölvudeild fyrirtækisins.
Hugsanlega er nauðsynlegt að nota læsingarkóðann með
Mail for Exchange. Sjálfgefinn læsingarkóði tækisins er
12345, en hugsanlega hefur tæknistjóri fyrirtækisins breytt
honum fyrir þig.
Þú getur opnað og breytt sniði og stillingum Mail for
Exchange í stillingum Skilaboða.